Kryddaðar Hrekkjavöku smákökur

Góðar súkkulaðibitakökur eru ómissandi með kaffinu í skítakulda og frosti og hér eru mjög bragðgóðar súkkulaðibitakökur sem koma manni í gegnum erfiðustu vetrarkvöldin. Ég nota súkkulaðið frá Sukrin og passaði að nota 2 stk sem eru um 4 netcarb hvort. Ég útbjó kryddblöndu í þessar sem ég geymi svo í krukku og get notað í annan bakstur líka.

Jólakrydd:

 • 30 g kanill
 • 15 g engifer
 • 5 g múskat
 • 10 g negull

aðferð:

 • Blandið öllu saman og geymið síðan í lokaðri krukku þar til bakstursgyðjan fer á stjá.

innihald kökur:

 • 125 g möndlumjöl
 • 1 msk jólakrydd
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/3 tsk gróft salt
 • 80 g Sukrin súkkulaði hreint
 • 1 egg
 • 65 g brætt smjör
 • 80 g Sukrin gold síróp
 • 40 g Sukrin Gold
 • 1/2 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Hrærið þurrefnum saman.
 • Blandið sýrópi, eggjum,smjöri og vanillu saman og pískið, hellið svo í þurrefnin og hrærið.
 • Setjið súkkulaðibitana að lokum út í og veltið saman.
 • Dreifið smákökudeigi í doppum á smjörpappír eða silikonmottu og bakið í 160° c með blæstri í ca 10-12 mín.
Hér fæst súkkulaðið t.d.