Námskeið

Langar þig að fræðast meira um lágkolvetna mataræðið eða KETÓ ? Veistu ekki hvar þú átt að byrja eða ertu óviss um hvernig þú ætlar að halda áfram eftir fyrstu vikurnar eða mánuðina á ketó eða lágkolvetna mataræðinu ? Ég kenni ykkur ekki að spæla egg né baka köku en fer yfir hráefni og útskýri hvað hentar best hverju sinni. Ég fer yfir hugmyndir um millimál, morgunmat og nesti og svara auðvitað spurningum varðandi matseld.

Lágkolvetna lífstíll er lífstíll sem ætti að hugsa til framtíðar
því líf án sykurs er svo miklu auðveldara en maður heldur.

Þeir sem hafa áhuga fara hér inn og kaupa sér laust sæti á næsta námskeið sem er í boði.

Þar sem Covid 19 hefur sett strik í reikninginn undanfarið þá er ég minna að taka fólk til mín á fyrirlestur en ég bjó til mjög fínan fyrirlestur og kynningu sem má alltaf nýta sér og kostar 6.900.- Þar fer ég yfir sömu atriði og ég geri “live” á hverju námskeiði og hentar jafnvel betur þeim sem komast ekki að heiman, búa út á landi eða vilja vera öruggir heima og læra í rólegheitunum. Hér er hægt að skoða vefnámskeiðin.

https://kristadesign.myshopify.com/collections/nyjar-vorur/products/lifstill-til-framtidar-shopifmegin

Hér eru nokkur álit þeirra sem komið hafa á fyrrum námskeið:

“Fræðandi, mjög skemmtilegt, kom svöng fór södd”
Vordís Þorvaldsdóttir

“Ég kom frekar óörugg og var búin að ákveða að þetta væri mikið mál, fór með meira öryggi, hugmyndir meiri og skilning.”
Selma Klara Gunnarsdóttir

“Skemmtilegt, fjölbreytt og bragðgott er svona það sem kemur mér fyrst i huga.
Að sækja námskeið hjá Maríu Kristu veitti mér innsýn í hvað lágkolvetna matarræði er ótrúlega fjölbreytt og virkilega bragðgott.
Það eru eiginlega engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera með útsjónasemi og hugmyndaflugið að leiðarljósi.
Takk María Krista fyrir að feta þessa leið og leiða okkur hin áfram á braut lágkolvetna matarræðis.”

Elín Guðný Hlöðversdóttir

“Mjög fróðlegt og María Krista greinilega vel að sér í þessu öllu, athyglisverðast sem hún sagði var hve mörg veikindi og hve mikil áhrif þetta mataræði hefur á heilsufar veikra einstaklinga og getur gert þeim gott… ég held að læknavísindin eigi að skoða þetta eitthvað betur þ.e. lkl matarræði og keto….það getur gert gæfumuninn að vera á réttu mataræði.”
Hrafnhildur Gisladottir

“Að það er hægt að borða dýrindismat og gúmmelaði sem er samt gott, seiðandi og djúsí! Svör við spurningum a fræðandi og hnitmiðaðan hátt.”
Hildur Sonja Gudmundsdottir

“Mjög skemmtileg stund, allt sem var boðið uppá algjört nammi.”
Halldóra Jóna Lárusdóttir

“Verð fyrst að nefna góða nærveru í fallegu umhverfi. Nálgunin mjög fræðandi og einföld, það er greinilega hægt að hafa flækjustigið heilmikið í þessum málum sem ég á erfitt með. María þú bendir á það sem skiptir máli og ert svo sannarlega búin að vinna forvinnuna fyrir mann.”
Kirstín Erna Blöndal

“Hvetjandi námskeið og það besta var að fá staðfestingu á að þetta er lífstíll og stuðningur við hugarfarsbreytingu en ekki enn einn kúrinn.”
Sigurbjörg Hallgrímsdóttir

“Tekið virkilega vel á móti öllum og svo fannst mér fræðslan öll á manna máli allt svo heimilislegt og kósý. Líka svo gott að geta loksins fundið lyktina og bragðað á girnilegum mat sem ég horfði á slefandi yfir á snappinu Þrátt fyrir að vera búin að fara á LKL námskeið þá lærði ég helling í viðbót og varð einhvernvegin öflugari og öruggari að halda áfram. Er búin að mæla með námskeiðinu fyrir vini og kunningja og meira segja einhverri konu sem var að versla í búðinni””
Birgitta Elin Helgadóttir

“Fróðlegt og skemmtileg nálgun á heilbrigðum lífstíl :)”
Rósa Friðriksdóttir

2-3 klst notaleg samverustund