Pasta í grænu pestó með kjúkling

Grænt pestó er oftast með furuhnetum og þar sem þær eru heldur ríkar af kolvetnum þá er betra að nota macadamiur, eins er ekki nógu góð olía í mörgum tilbúnum pestóum svo afhverju ekki að gera sitt eigið. Ég notaði Thermomix en það má líka nota hefbundinn blandara til að gera pestóið. Pastað er heimagert og frekar auðvelt í framkvæmd. Kjúklingurinn var svo steiktur í Airfryer en má að sjálfsögðu skella í ofn eða á pönnu. Þetta er svo mettandi og gott allt saman. Með matnum bar ég fram ostavöfflu með súrkáli sem ég maukaði við deigið.

Innihald pestó:

 • 50 g macadamiuhnetur
 • 1 lítill solo hvítlaukur eða 3 rif
 • 1 pakki fersk basilika, nauðsynlegt
 • 80 g parmesan ostur
 • 100 ml góð bragðlítil ólífuolía, ég notaði BIO frá OLIFA
 • salt og pipar

aðferð:

 • Byrjið að saxa niður hneturnar í matvinnsluvélinni.
 • Bætið við parmesanosti, basiliku, og hvítlauk. Maukið
 • Næst hellið þið olíunni rólega saman við meðan blandarinn er að blanda öllu saman og kryddið í lokin með salt og pipar. Þetta er svo auðvelt og geggjað gott.

pasta:

 • 2 egg
 • 120 g rjómaostur
 • 40 g rifinn parmesan
 • 1/4 tsk ítalskt krydd
 • 1/4 tsk laukduft
 • 1/4 tsk hvítlauksduft
 • 150 g rifinn ostur
 • 1/2 tsk Xanthan gum

aðferð:

 • Maukið öllu vel saman og þeytið í blandara.
 • Hellið deiginu á silikonmottu með köntum eða klæðið bökunarplötu með viðloðunarfríum bökunarpappír.
 • Bakið í ofni 170 ° í ca 15 mín, 20 mín ef þarf.
 • Takið “pastað” út og skerið í mjóar ræmur með pizzahjóli. Látið aðeins kólna.
 • Steikið 3-4 kjúklingabringur í ofni, Airfryer eða á pönnu og kryddið með góðu kjúkingakryddi. Takið til hliðar.
 • Setjið pestó á pönnuna og látið hitna, bætið pastastrimlum saman við og hrærið varlega.
 • Að lokum fara kjúklingbringurnar saman við og þið getið borið fram með hvítlauksvöfflu.

Vaffla:

 • 1 stórt egg
 • 60 g rifinn mosarella ostur
 • 50 g Súrkál með lauk og kúmen eða annað að eigin vali
 • 15 g möndlumjöl
 • 1 msk hvítlauksolía
 • krydd að eigin vali, Everything Bagel er æði ef þið komist í slíkt sem fæst yfirleitt í USA. Annars er súrkálið ótrúlega kryddað og gerir gott bragð.

aðferð:

 • Maukið allt saman í blandara og steikið 2 hæfilegar vöfflur í vöfflujárni. Ég nota belgískt járn því það er svo crispý og gott.