Pizzabitar með sósu í Thermomix

Ó mæ það er svo gott að hafa eitthvað til að narta í á kvöldin og ekki verra ef það er hægt að gera á fljótlegan hátt. Ég leitast við að spara sem mest af kolvetnum í uppskriftum og ef ég kemst af með því að nota lítið af mjöli þá er ég svo glöð. Hér er uppskrift sem er nánast kolvetnalaus en bragðast eins og bestu pizzustangir. Það er hægt að nota uppskriftina sem pizzubotn en mér finnst líka gott að narta bara stundum í svona minni bita því ég verð vel södd af svona ostabotni. Sósan kom þrælvel út og ég mæli með parmesan ostinum í Costco ef þið eigið erindi þangað en hann má nota í svo ótalmargt. Ég prófaði að bæta við 1 msk af sólblómafræmjöli og það gerði bitana aðeins stökkari og þykkari en persónulega fannst mér í lagi að sleppa því.

innihald:

 • 60 g hvítlauksostur (hringlaga osturinn)
 • 60 g piparostur (hringlaga osturinn)
 • 60 g mosarellaostur
 • 20 g parmesanostur
 • 1 egg
 • 15 g möndlumjöl
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk edik
 • 1/2 tsk salt
 • aukaostur og hvítlauksolía

aðferð með Thermomix:

 • Setjið allt hráefnið í eldunarskálina og stillið á 5 sek / hraði 6
 • Látið svo deigið bráðna í 2.30 mín / hiti 70°/hraði 1.5
 • Skafið úr skál og setjið deigið á smjörpappír og leggið aðra örk yfir til að fletja út, bakið með pappír ofan á.
 • Bakið í 12 mín á 200°hita með blæstri

SósaN:

 • 1 msk tómatpúrra ég nota Himnesk hollusta
 • 2 msk Felix stevíu tómatsósa
 • 2 msk parmesan ostur
 • salt og pipar
 • ólífuolía þar til hæfilegri þykkt er náð