Rjómaís

Þessi er afar einfaldur og fljótlegt að útbúa þegar ísþörfin kallar. Ég nota eitt egg og tvær rauður og finnst það koma vel út, hann verður ekki of gulur þannig og rauðurnar haldast léttar og fínar. Það má nota hvaða sætu sem er ég nota stundum Good good fínmalaða og svo hef ég malað Sukrin Gold líka. Það er svo gott ráð að frysta ísinn í minni einingum svo hægt sé að ná sér í einn og einn þegar einmitt ísþörfin kallar.

innihald:

 • 1 egg
 • 2 eggjarauður
 • 250 ml rjómi
 • 50 g sæta, Good good eða Sukrin Gold
 • 1-2 tsk vanilludropar
 • 1/2 tsk Xanthan gum, má sleppa en getur hjálpað ísnum að vera þéttur í sér

aðferð:

 • Þeytið rjómann og takið til hliðar, hægt að gera allt í Thermomix
 • Þeytið eggin saman með sætunni og vanilludropum
 • Bætið xanthan gum ef notað og þeytið áfram þar til allt er létt og ljóst
 • Blandið næst rjómanum varlega saman við með sleikju og veltið öllu saman
 • Hellið í form, eitt stórt eða mörg minni sem ég mæli með
 • Frystið, það dugar 2 klst ef formin eru lítil