Skilmálar – vefverslun

Skilmálar

Vefverslunin www.mariakrista.com er opin allan sólarhringinn alla daga ársins.
Vefverslunin er rekin af Augljos auglýsingastofa ehf, netfang: mariakrista@mariakrista.com

Vörur
Vörur í vefverslun mariakrista.com eru framleiddar af fyrirtækinu, Augljós auglýsingastofa ehf / Krista Design.

Verð á vörum og þjónustu
Verð er birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Augljós auglýsingastofa sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum ef rangt verð hefur verið gefið upp.
Við látum viðskiptavini vita ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager og bjóðumst til að senda hana um leið og hún kemur aftur á lager.
Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Augljós auglýsingastofa ehf endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

Sendingarmöguleikar
Hægt er að fá vöruna senda gegn greiðslu sendingarkostnaðar. Íslandspóstur sér um að senda vörurnar.

Skráður pakki á pósthús, kostnaður 990 krónur
Óskráð bréf beint heim í póstkassa, 300 krónur

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.

Afhendingartími
Afhendingartími er miðaður við 2–7 virka daga eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Skilafrestur og endurgreiðsla
Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með.
Almennur skilafrestur á vörum er 14 dagar.
Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.
Ef vara reynist gölluð greiðir Augljós auglýsingastofa fyrir endursendingu vörunnar.

Öryggi
Það er öruggt að versla í netverslun Augljóss auglýsingastofu, Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.
Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhendar til þriðja aðila.

Greiðslumöguleikar
Í netverslun Augljóss auglýsingastofu ehf er boðið upp á 2 greiðsluleiðir;

1. Með greiðslukorti eða debetkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar
2. Með millifærslu á reikning 544-26-84344 kt. 460105 -2260 innan klukkutíma frá því að varan er pöntuð. Ef ekki er millifært fyrir vörunni og staðfesting send á mariakrista@mariakrista.com þá eyðist pöntunin sjálfkrafa og varan fer aftur í sölu.

Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Greiðslukort
Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu debet- og kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Borgun.

Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 16. október 2018

Augljós auglýsingastofa ehf
Brúsastaðir 2, 220 Hafnarfjörður
Sími: 6901756
Netfang: mariakrista@mariakrista.com
Vefsíða: www.mariakrista.com
kt 460105-2260
Vsk nr: 85285

Augljós auglýsingastofa fer eftir lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu 30/2002

Upplýsingar um félagið úr fyrirtækjaskrá Smelltu hér