Valentínusarbomba

Þessa köku gerði ég sérstaklega fyrir húsbóndann en hann er mjög hrifinn af hindberjum og auðvitað fékk hann sína sneið á sjálfan Valentínusardaginn. Það er mjög auðvelt að baka þessa, ég er ekki mjög dugleg að gera bakaðar ostakökur en þær eru sossum ekkert frábrugðnar hinum óbökuðu, eini munurinn er egg og smá tími í ofninum. Þessa uppskrift má að sjálfsögðu baka í stóru formi eða nokkrum litlum skálum sem þola hita. Mæli ekki með því að nota silikonform svei mér þá, eins og þetta er fallegt þá er erfitt að ná kökunni upp úr forminu. Mundu það næst Krista !!

Botninn

 • 200 g möndlumjöl
 • 3 msk brætt smjör
 • 1/2 tsk kanill
 • 2 msk sæta, t.d. Good good


Fyllingin

 • 400 g rjómaostur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 egg
 • 2 msk sítrónusafi
 • 4 msk sæta, t.d. Good good

Toppur

 • 200 g frosin hindber
 • 2 matarlímsblöð
 • 1 msk sæta. t.d. Good good
 • fersk hindber til að skreyta með í lokin

aðferð

 • Hrærið saman öllu hráefni í botninn, setjið í form og bakið á 180°hita í 8-10 mín.
 • Þeytið vel saman allt i fyllinguna, hellið yfir kældan botninn og bakið í ofni á 100° hita í 40 mín. Takið út og látið standa þar til kakan er volg.
 • Til að búa til topplagið á kökuna þá setjið þið matarlím í kalt vatn og látið standa í nokkrar mínútur. Hitið berin í potti með sætunni þar til þau eru farin að krauma. Kreistið vatnið úr matarlíminu og blandið við berin. Hrærið þar til allt er uppleyst.Hellið berjablöndunni yfir ostakökuna og kælið í ísskáp.