17 júní tertan

Jæja það er komið að því, 17.júní, ég hélt að ég yrði bara inni að baka og dúllast í rigninunni en svo kom engin rigning !! Hvað er að frétta? Ég þeytti því krem í steikjandi sól og setti á kökuna sem ég hafði gert kvöldið áður sem betur fer. Það er svo gaman að skreyta og leika sér með svona sparikökur öðru hverju og það er svo geggjað að sjá svipinn á fólki þegar maður segjir því að hún sé svo sykurlaus. Tengdó hélt reyndar að ég hefði keypt kökuna í þetta sinn og það eiginlega toppaði allt. Ég bakaði botna sjálf úr heimagerðri uppskrift en það má endilega nota kökumixin frá Funksjonell ef þið viljið einfalda aðeins baksturinn.

bOTNINN:

 • 350 ml rjómi
 • 3 egg
 • 7 eggjarauður
 • 1 1/2 tsk vanilla
 • 190 g sykurlaus sæta
 • 170 g möndlumjöl
 • 30 g kókoshveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • saltklípa

AÐFERÐ:

 • Þeytið rjómann og takið til hliðar
 • Hrærið sætu, vanillu og eggin plús eggjarauður þar til létt og ljóst
 • Bætið nú saman við þurrefnunum og hrærið létt eða þar til egg og þurrefni hafa blandast vel saman
 • Blandið þeytta rjómanum saman við og létt veltið deiginu saman við svo loftið haldist sem best í deiginu.
 • Setjið deigið í 2-3 form fer eftir stærð, ég notaði lítil hringlaga form ca 18 cm í þvermál svo ég gæti haft kökuna á nokkrum hæðum. Muna að smyrja með kókosolíu eða smjöri. Það má líka nota hefðbundin form og hafa þá kökuna á tveimur hæðum. Ef þið viljið extra háa tertu þá mæli ég með því að gera 1 1/2 uppskrift af köku.
 • Bakið 25-30 mín 170°hita með blæstri.

Mascarpone krem:

 • 250 g mascarpone ostur
 • 60 g sæta fínmöluð
 • 2 msk vatn
 • 2 tsk matarlímsduft ( Flóra ) eða nota 2-3 blöð af matarlími

aðferð:

 • Setjið vatn í skál og dreifið matarlímsduftinu yfir og látið standa í 5-10 mín.
 • Fínmalið sætuna, bætið svo rjóma og mascarponeosti saman við, gott að gera þetta í blandara, t.d Thermomix.
 • Setjið matarlímið í örbylgjuofn og hitið í 30 sek ca.
 • Hellið í mjórri bunu út í ostablönduna í blandararanum og þeytið vel saman.
 • Setjið nú kremið í sprautupoka og geymið.

Hindberjakrem:

 • 330 g frosin hindber
 • 100 g sæta
 • 100 ml vatn

aðferð:

 • Sjóðið í potti þar til þykknar það mikið að blandan þekji bakhliðina á skeið. Geymið til hliðar þar til kakan er sett saman.

Kremið