Að tempra súkkulaði í Thermomix.

Að bræða súkkulaði getur verið óttalegt maus, hita yfir vatnsbaði, hita í örbylgjuofni , ofhita mögulega og ýmislegt sem getur klikkað. Í Thermomix er ótrúlega þægilegt að bræða og tempra súkkulaði og ég prófaði það þegar ég útbjó mér páskaegg fyrir hátíðirnar.Fljótlegt og mjög þægilegt.

Innihald:

  • 300 g sykurlaust súkkulaði

Aðferð:

  • Setjið 200 g af súkkulaði í skálina, ég notaði dropa frá Cavalier svo það þurfti ekki að mala, en ef þið notið stykki þá má mala í 10 sek / hraði 6
  • Hitið nú í 7 mín / hiti 50° / hraði 2 og passið að hafa mælilokið ekki á skálinni.
  • Skafið niður úr hliðum með sleikju.
  • Bætið við 100 g af súkkulaði og hrærið í 7 mín/ enginn hiti/ hraði 2
  • Skafið aftur úr hliðum og hrærið lokasnúninginn, 3 mín/ enginn hiti/ hraði 1
  • Nú ætti súkkulaðið að vera temprað og tilbúið í konfektgerð.