Asískt”stir fry”með hvítkáli

Ég elska steikt grjón með karrý og kjúkling. Ég man það aðeins of vel hvað steiktu grjónin á Asíu voru geggjuð, borin fram á hitaplatta og nóg fyrir litla þjóð réttur fyrir einn á matseðlinum. Namm. Grjón eru víst ekki málið á lágkolvetna en flest annað er í lagi í svona asískum réttum svo ég notaði hvítkál í staðinn. Ég saxaði mjög smátt í Thermomix, hægt að nota aðrar matvinnsluvélar eða beittan hníf. Ég átti ekki kjúkling svo skinkupakki kom í staðinn en ég vel alltaf 98% skinku frá Stjörnugrís. Þetta var geggjað gott og kom algjörlega í staðinn fyrir réttinn góða.

innihald:

 • 1/2 hvítlaukshöfuð smátt skorið
 • 1 brokkolíhaus meðalstór
 • 3-4 cm blaðlaukur eða 4-5 vorlaukar
 • 1 msk sesamolía
 • 4 msk steikingarolía, meira ef þarf
 • 2 msk Tamari sojasósa
 • tælensk kryddblanda eftir smekk
 • karrý eftir smekk
 • 4-6 egg
 • 1 pakki skinka, Stjörnugrís, smátt skorin
 • 1 kjúklingakrafts teningur
 • lime eða sítróna

aðferð:

 • Skerið hvítkálið mjög smátt og sömuleiðis laukinn.
 • Hitið olíurnar í pönnu og steikið hvítkál og lauk þar til glært. Ekki spara olíumagnið því rétturinn er fitulítill að öðru leyti.
 • Skerið brokkolí í litla geira og bætið á pönnuna.
 • Skerið skinkuna smátt og bætið á pönnuna. Hrærið reglulega og látið allt hitna vel í gegn en passið að brenna ekki í botninn.
 • Bætið krafti og kryddi saman við og þynnið aðeins með vatni ef þarf.
 • Búið nú til smá holu í miðjunni á pönnunni og brjótið eggin út í. Hrærið stöðugt og látið eggjahræruna steikjast og blandast vel við grænmetið.
 • Kryddið með sojasósu, best að nota Tamari því hún er glúteinlaus.
 • Kryddið eftir smekk og berið fram með sneið af sítrónu eða lime.