Avocado “brauð” með rifnu eggi

Já alltaf byrja einhver trend á netinu sem slá í gegn og í þetta sinn eru allir á Tik tok að rífa harðsoðið egg yfir avocadolokurnar sínar. Stórsniðugt reyndar, áferðin það er að segja en ponku subbulegt verð ég að segja. EN jú mjög bragðgott og sérstaklega með þessu fræbrauði sem minnir á lokurnar á Joey and the juice. Ég setti þessa uppskrift inn á bloggið þegar það var á blogspot og hef margsinnis verið beðin um að setja hana inn aftur. Hér er hún komin og það er lítið mál að búa til stóran skammt af þurrefnum og eiga í boxi. Hræra svo eggi við og steikja í vöfflujárni eða samlokurist. Ég smurði vöfflurnar með mæjonesi, setti avocado yfir, reif svo harðsoðið egg með rifjárni ofan á allt og kryddaði með Everything bagel kryddi. Það á að fást frá Pottagöldrum minnir mig. Mitt fékkst í USA frá Traders Joe ef þið eigið leið.

Það er líka gott að setja grænt pestó á þessi brauð eins og í upprunalegu uppskriftinni og tómata, parsmaskinku og mosarella ost og grilla í samlokugrilli. Jább mjöööög gott.

Innihald brauð:

 • 1 msk sólblómafræ

 • 1 1/2 msk sesamfræ

 • 1 tsk HUSK

 • 1 tsk hörfræ eða hörfræmjöl

 • 1/3 tsk lyftiduft

 • 1/5 tsk laukduft

 • salt

 • 1 egg

aðferð:

 • Blandið þurrefnum saman í skál, notið blandara eða nutribullet t.d. ef þið viljið mala fræin í mjöl
 • bætið egginu við og pískið saman
 • steikið vöfflu eða brauð í vöfflujárni eða samlokugrilli, má gera tvær litlar vöfflur ef þið eigið lítið vöfflujárn.
 • Smyrjið brauðin með mæjonesi að eigin vali
 • Setjið avocado í sneiðum eða maukið ofan á og að lokum er eitt harðsoðið egg rifið yfir.
 • Kryddið með Everything bagel kryddi og smávegis af sjávarsalti.
Hér er sama brauð ristað með pestó , tómötum og mosarellaosti.