Avocado brownies

Þessar koma skemmtilega út en þær innihalda eins og kemur fram í titlinum, AVOCADO. Avocado er virklega góður ávöxtur en hann flokkast undir ávöxt og með þeim fáu ávöxtum sem eru æskilegir á Lág kolvetna mataræðinu. Avocado er stútfullt af vítamínum, fitusýrum, trefjum og potassium sem er einstaklega hjartvænt. Fitan í avocado er snilld fyrir okkur lágkolvetnafólkið svo því ekki að dúndra því í súkkulaðiköku.

Innihald:

 • 100 g sæta, má vera Good good, Sukrin Gold eða Monk fruit
 • 2 avocado
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 3 msk eða 60 g kókosolía
 • 100 g dökkt súkkulaði sykurlaust, mæli með 2 og hálfu Cavalier með dark cacaou nibs.
 • 1/4 tsk matarsódi
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 90 g möndlumjöl t.d. H Berg
 • 1/4 tsk salt
 • 30 g kakó

aðferð:

 • Setjið fínmalaða sætu og avocado í blandara.
 • Bætið við eggjum, bræddri kókosolíu og súkkulaði og blandið vel saman
 • Færið maukið yfir í hrærivél ef blandarinn ræður ekki við meira magn. Bætið þurrefnum saman við og hrærið vel saman
 • Hellið deiginu í þunnt form 20 x 30 cm með smjörpappír og bakið í 180° heitum ofni í 20 mín.
 • Látið kökuna kólna vel áður en hún er skorin í bita.

aðferð með Thermomix:

 • Setjið sætu í skálina og malið í 30 sek / hraði 8
 • Bætið við avocado og maukið 30 sek / hraði 5
 • Skafið innan úr hliðunum
 • Bætið við eggjum, bræddri kókosolíu og súkkulaði og hrærið 30 sek / hraði 2
 • Bætið næst þurrefnum saman við og blandið rólega 20 sek / hraði 4
 • Hellið deiginu í þunnt form 20 x 30 cm með smjörpappír og bakið í 180° heitum ofni í 20 mín.
 • Látið kökuna kólna vel áður en hún er skorin í bita.
Fallegt að strá fínmalaðri sætu yfir