Avocadosalat

Sko það er algjört must að prófa salatið á BRIKK sem er einmitt avocadosalatið góða. Ég var með geggjað craving í einmitt þetta salat en á hvítasunnunni ákváðu þeir að hafa lokað, ok gott og blessað en ég varð að fá salatið svo ég græjaði heima eitthvað í líkingu við frumgerðina og náði nokkuð líku bragði. Hér er uppskriftin ef þið viljið prófa.

innihald:

 • 3 avocado
 • 2 msk 36% sýrður rjómi
 • 1 msk mæjones
 • 1/2 tsk laukduft
 • 1/2 tsk aromat
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 1/2 tsk fibersýróp
 • salt og pipar eftir smekk

aðferð:

 • Skerið avocado í hæfilega bita.
 • Blandið saman í skál og dreifið sítrónusafa yfir
 • Blandið saman mæjó og sýrðum ásamt kryddum og blandið svo öllu vel saman. Kryddið og smakkið til.