Basil to GoGo

Að fá sér kokteil getur verið ansi dýrkeypt hvað kolvetnamagnið varðar, yfirleitt eru kokteilar á börum stútfullir af sykri og alveg dísætir. Við systur fórum í smá samstarf með honum Andra Davíð sem er barþjónn og kokteilhönnuður og hann útbjó fyrir okkur uppskrift af einum geggjuðum drykk sem kallast Basil to GoGo en í hann er notaður GoGo drykkurinn Snow sem inniheldur aðeins erythritol og stevíu. Hann er með koffíni svo fyrir þreytta þá er þetta alveg málið á djammið. Þennan má auðvitað hafa áfengislausan líka. Kíkið á instagrammið hans Andra sem er “The Viceman”

Innihald:

 • 30 ml Gin
 • 15 ml Basil – síróp
 • 20 ml Lime Djús
 • GoGo Snow drykkur frá Good good
 • Basil – síróp :
  100 ml af Fiber sirup clear á móti 5-7 meðalstórum basil laufum

Aðferð:

 • Búið til sýrópið, setjið basil lauf í blandara ásamt sírópinu. Mixið allt vel saman og takið til hliðar.
 • Gin, basil síróp og lime djús sett í hristara með klaka og hrist vel.
 • Hellið yfir í klakafyllt long drink glas og toppið með GOGO Snow.
 • Skreytt með basiliku.
Ferskur og góður þessi.