Beikon og eggjasalat

Ég var í saumaklúbbi núna í vikunni þegar Oddný vinkona fer að dásama eggjasalat með beikoni. Ég þurfti auðvitað að fara heim og prófa þetta daginn eftir. Ég notaði beikonið frá Stjörnugrís sem er að mínu mati það hreinasta og besta beikon sem maður finnur í dag. Ég sauð eggin í Thermo græjunni að sjálfsögðu og beikonið hitaði ég í ofni til að takmarka bræluna í húsinu. Þetta er mjög matarmikið salat og mettandi og hentar bæði eitt og sér, eða með muldu ostasnakki saman við, já eða ofan á hrökkkex. Ég gerði frækexið sem er hér á síðunni og þetta varð minn hádegismatur.

innihald:

  • 5 harðsoðin egg
  • 1/-1 dl af steiktum beikonbitum
  • 2 msk mæjónes
  • 2 msk sýrður rjómi 36%
  • pipar, salt ef þið viljið bæta við salti
  • og dash af aromat

aðferð:

  • Harðsjóðið egg, kælið
  • Skerið beikonið í bita og ofnbakið eða steikið á pönnu þar til þeir eru stökkir.
  • Blandið sýrðum rjóma og mæjonesi saman og kryddið, bætið eggjunum út í í bitum ásamt beikoni og hrærið vel saman. Kælið.