Beikonbitar

Ég sá mynd af svona millimáli fyrir nokkru frá vinkonu minni í vinnunni. Sonur hennar er snillingur í ketómataræðinu og er ótrúlegar harður í að fasta en prófar sig áfram með allskonar góðgæti þess á milli. Hann útbjó svona beikonbita sem kvöldnasl og ég var ekki lengi að prófa sjálf en þetta eru sem sagt einfaldlega beikonvafðir ostabitar sem bakaðir eru í ofni. Ég bætti aðeins um betur og dreifði sykurlausu sýrópi yfir bakaða bitana og gerði það alveg útslagið fyrir mig. Minnir mig á beikonvafðar döðlur þegar sætan bætist við en því miður eru döðlur ansi háar í kolvetnum.

Beikonbitar

  • 1 pepperoni -eða mexíco ostur
  • 1 bréf beikon, mæli með Stjörnugrís
  • 1-2 msk sykurlaust Fiber sýróp

Aðferð:

  • Hitið bakaraofn í 220°hita.
  • Skerið ostinn niður í 16 jafna bita.
  • Skerið eða klippið beikonsneiðar í tvennt og vefjið hverri sneið utan um ostabita. Endurtakið við alla 16 bitana og leggið á smjörpappírsklædda plötu.
  • Bakið bitana í u.þ.b 15 mínútur eða þar til beikonið er farið að brúnast. Það má skella grillinu á í lokin ef spennan er að fara með ykkur.
  • Dreifið dálitlu sýrópi yfir bitana og njótið.