Beyglur

Beyglur eru alltaf dásamlegar, bæði með rjómaosti, lax, smjöri, sultu, osti, já name it. Þessar eru ótrúlega góðar og nokkuð einfaldar. Prófið bara og sannið til þið gerið þær aftur. Það má leika sér með kryddin í þeim, dreifa sesamfræjum yfir, kúmeni, jafnvel skella bláberjum og kanil í deigið, jáds það má allt.

innihald:

 • 280 g rifinn mozarella ostur
 • 60 g rjómaostur
 • 200 g möndlumjöl, mala möndlur eða nota tilbúið ljóst
 • 2 egg
 • 1 msk lyftiduft
 • 1 msk kúmen
 • salt klípa

aðferð:

 • Ostarnir eru settir saman í örbylgjuofn í um tvær og hálfa mínútu.
  Á meðan vigtið þið þurrefnin. Ekki gleyma að taka til eggin.
 • Mér finnst best að nota matvinnsluvél eða hrærivél til að vinna ostana sem best saman með þurrefnunum.
 • Þegar osturinn er bráðnaður er eggjum og þurrefnum blandað saman við og hnoðað saman í hrærivél eða öflugri matvinnsluvél.
 • Takið deigið og hnoðið upp í sex parta, rúllið út og búið til beyglu eða bollu úr hverjum parti.
 • Hægt er að bæta ofan á beyglurnar birki- sesamfræum eða rifnum osti.
 • Bakið svo í 180-200° heitum ofni í 10 -12 mín eða þar til beyglurnar eru gylltar og fullbakaðar. Þær má síðan geyma í frysti og skella í brauðristina hvenær sem hungrið sverfur að.
 • Ef þið eigið ekki örbylgjuofn þá er hægt að hita ostana í viðloðunarfríum potti. Seinlegra en virkar engu að síður.