Bláberjamöffins

Það eru ekki allir sem nenna að hanga í eldhúsinu og baka frá grunni og þá er snilld að grípa í kökumixin frá Funksjonell. Ég nota þetta alltaf í kökur og reddingar og það er mjög gott að nota svona blöndur ef fara á í ferðalög t.d. í sumar. Hægt er að gera marmaramöffins, bláberja, sítrónu og svo lengi mætti telja. Baka bara nóg í box og hafa í bílnum. Engin afsökun og ef þið farið út að borða þá bara kippa einni með í veskið og kannski panta smá rjóma á disk hreinlega með kökunni ykkar. En hér er uppskriftin af bollakökunum góðu.

Innihald:

 • 1 pakki Kökumix Funksjonell, appelsínugulu pakkarnir

 • 1 dl sýrður rjómi

 • 1 dl vatn

 • 1 dl olía

 • 4 egg

 • 1 tsk vanilludropar/möndlu eða sítrónudropar

 • bláber um 2-3 dl

aðferð:

 • Hrærið saman allt hráefni nema bláberjum.
 • Deilið 12 muffinsformum í bökunarbakka, gott að nota muffinsbakka.
 • Dreifið 2-3 bláberjum í hvert hólf.
 • takið helming af bláberjum sem eftir eru og setjið í deigið, hrærið og deilið í muffinsmótin.
 • setjið restina af berjunum ofan á hverja köku og mér finnst voða gott að strá pínu kanilsykri ( sæta og kanill) yfir hverja köku.
 • Bakið í 170°heitum ofni með blæstri í um það bil 25-30 mín.