Bláberjasæla

Já minnir dálítið á Hjónabandssælu en þar sem það er ekkert haframjöl í henni þá vil ég frekar kalla þessa Bláberjasælu. Ég nota sykurlausa bláberjasultu og pekanhnetur og hún bragðaðist stórvel. Eins er í henni Chia seed meal sem kom vel út, trefjaríkt og gott sem bindiefni. Þessa uppskrift er hægt að gera í Thermomix blandara í heilu lagi eða annarri kraftmikilli matvinnsluvél.

innihald:

 • 150 gf Good good bláberjasulta
 • 80 g möndlumjöl, NOW
 • 40 g kókoshveiti
 • 40 g pekanhnetur
 • 40 g White chia seed meal, NOW
 • 130 g Erythritol NOW eða Good good sætan
 • 200 g kalt smjör í bitum
 • 2 egg
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • fersk bláber, má sleppa

aðferð:

 • Malið hnetur gróflega saman í blandara og takið til hliðar. Thermomix 10 sek / hraði 6
 • Blandið öllu innihaldinu nema sultunni saman. Bætið niðurskornu smjörinu saman og hnoðið vel í Thermo / matvinnsluvél . Bætið hnetum síðast saman við.
 • Dreifið deiginu í smjörpappírsklætt form. Skiljið 1/4 eftir af deiginu og kælið í smá stund.
 • Dreifið sultunni yfir deigið og myljið svo niður restina af deiginu yfir alla kökuna. Ef þið eigið fersk bláber þá er fallegt að dreifa þeim á milli deigbitanna.
 • Bakið í 45 mín á 170° hita með blæstri.
 • Takið kökuna út, látið volgna og berið fram með þeyttum rjóma.