Blómkál með “crispy”húð og indverskum keim.

Þetta er svo sjúklega gott blómkál, ég er búin að sjá svo marga djúpsteikja blómkál og virðist vera heitasta trendið í taco heiminum. Ég átti blómkál og krydd svo ég skellti saman í eina útgáfu sem kom bara ótrúlega vel út. Ég notaði fyrst ofninn minn í þetta verk og hitaði en skellti svo í smá stund í Airfryerinn. Mæli svo sannarlega með þessu sem meðlæti eða snakki.

Innihald:

 • 1 blómkálshaus

 • 2 msk olía

 • 1 tsk paprikuduft ég nota ungverskt frá Kryddhúsinu

 • 1 tsk cumin duft

 • 1 tsk malað kóriander

 • salt og pipar

 • 4 msk mæjónes, meira ef það þarf, má líka nota vogaídýfu

 • 4 msk rifinn parmesan ostur, meira ef það þarf fer eftir stærð blómkáls

aðferð:

 • Hitið ofninn í 200° með blæstri.
 • Skerið blómkál í hæfilega bita. Setjið í skál með olíu og kryddum,veltið saman og geymið.
 • Bætið næst mæjónesinu/vogaídýfu saman við.
 • Veltið öllu vel saman og í lokin er parmesan osti bætt við og bitunum vel upp úr ostinum. Setjið allt á plötu með smjörpappír og bakið í ofni í 15-20 mín. Þið getið sett í Airfryer í lokin ef þið eigið eða djúpsteikt blómkálið en mér fannst það ótrúlega gott svona úr ofninum.