Blómkálsmús með piparosti

Þessi blómkálsmús er afar einföld og þægileg en ég notaði Thermomix til að útbúa hana en auðvitað er hægt að nota önnur tæki í verkið. Thermo er bara einfaldlega þægilegasta græja í veröldinni í svona bras. Þessi uppskrift kom svo til upp úr þurru en ég elska fljótlega rétti og að rífa piparostinn í sósur er minnsta mál í vélinni góðu. Þetta er miðað við einn poka af blómkálsgrjónum frá Anglemark sem fæst í Nettó.

innihald:

 • 1/2 piparostur þessi harði
 • 1 msk smjör
 • 1 poki blómkálsgrjón eða lítill haus af blómkáli
 • 2 msk rjómi
 • 3-4 dropar natural stevia t.d. Sukrin
 • salt og pipar

aðferð í thermomix eða blandara:

 • Ef þið notið ferskt blómkál þá rífið gróflega niður og setjið í skálina eða blandara og malið í Thermo 6 sek/hraði 7 lengur ef þarf og notið sleifina í gegnum gatið ef það þarf að hjálpa til.
 • Saxið ostinn niður, í Thermo 6 sek/ hraði 7
 • Setjið blómkálsgrjónin í skálina og stillið í Thermo á 10 mín / 100°/ hraði 1
 • Bætið svo við smjöri og rjóma, salti, pipar og stevíu og maukið 10 sek/hraði 8
 • Berið fram heitt og ljúffengt með hverju sem er, líka hægt að nota ofan á hakkrétt og baka í ofni.