Blómkálsrisotto í Thermomix

Blómkál er hægt að matreiða á ýmsa vegu og meðal annars er hægt að gera hálfgert risottó úr því eða blómkálsottó. Það var kona hjá mér á námskeiðinu um daginn sem sagðist nota piparost og sveppaost í sitt blómkál og ég varð auðvitað að prófa. Ég notaði Thermomix græjuna í verkið sem einfaldaði mér lífið heilmikið en það má að sjálfsögðu nota aðra matvinnsluvél, blandara, rifjárn og pott til að ná fram svipaðri útkomu.

innihald:

 • 1 blómkálshaus
 • 1/2 piparostur (hörðu ostarnir í hring)
 • 1/2 villisveppaostur (hörðu ostarnir í hring)
 • 200 ml vatn
 • 1/2 dl hvítvínsedik, eða hvítvín, má sleppa en mjög gott
 • kjúklingakraftur eða sveppakraftur teningur
 • salt og pipar

aðferð með Thermomix:

 • Skerið blómkál í grófar greinar og setjið í eldunarskálina.
 • Saxið 5 sek / hraði 5 
 • Takið blómkálsgrjónin til hliðar og setjið ostana í skálina
 • Saxið aftur 5 sek / hraði 5
 • Hitið ostana 2 mín/90°/ hraði 1.5
 • Bætið nú vatni saman við, ediki/hvítvíni og blómkálinu ásamt krafti og sjóðið allt saman 15 mín / 100° / sleifarstilling- öfugur snúningur
 • Kryddið til eftir smekk með salti og pipar
 • Berið fram með kjúklingabringum, kjöti eða hreinlega bara borðið eitt og sér með góðu hvítlauksbrauði.