Bollur með sólblómafræjum og havrefiber – vinsæl

Ég fann þessa uppskrift þegar ég skoðaði Havrefiber vöruna hjá Funksjonell en þeir fengu að birta uppskrift með þessu snilldarhráefni frá Fedt og forstand https://fettogforstand.no/ en þar má finna nokkrar mismunandi uppskriftir með havrefiber sem er nýkomið til lands og fæst meðal annars í Nettó verslunum.

Ég prófaði að gera bollur úr uppskriftinni en breytti aðeins því hér fæst ekki sætan sem er talað um og ég notaði því hunang í staðinn, gerið á að eyða kolvetnunum í sykrinum/hunanginu svo ekki örvænta. Eins bætti ég sólblómafræjum við því ég vildi gera bollur úr deiginu og þetta kom stórvel út og er geggjað bæði með smjöri og osti og tebolla t.d. eða með súpu.

Innihald:

  • 1 1/2 dl rjómi

  • 1/2 dl vatn

  • 1 tsk hunang

  • 1 tsk þurrger

  • 2 egg

  • 15 g Husk t.d. frá NOW

  • 60 g Havrefiber frá Funskjonell

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1/4 tsk salt

  • 1/3 tsk xanthan gum

  • 1 dl sólblómafræ

aðferÐ:

  • Blandið þurrefnum nema þurrgerinu saman í skál geymið
  • Velgið rjóma og vatn ásamt hunangi þar til 37-40 gráður
  • Setjið þurrger í vökvann og leysið upp í 10 mín
  • Bætið eggjum saman við og þar á eftir þurrefnum og fræjum og hnoðið saman.
  • Búið til 4-5 bollur úr deiginu og bakið í ofni með blæstri á 180°í 15-20 mín eða í Airfryer á 170°í sirka 15 mín
Havrefiber fæst í verslunum Nettó