Bollur og skinkusalat

Það er stundum þannig ástand á manni að maður nennir engu. Fljótlegt og gott salat og bollur gætu þá verið málið og mallakútur verður fljótt mettur.

Það er stórsniðugt að nota Tupperware formin með kúlulaga formunum til að gera nokkrar bollur í einu og er uppskriftin passleg fyrir 6 bollur. Salatið var líka einstaklega fljótlegt og mjög gott. Ég gerði mitt í Thermomix en það má líka bara skera smátt niður og blanda á hefðbundinn hátt.

Bollur:

 • 40 g möndlumjöl H- berg t.d.
 • 10 g sólblómafræmjöl Funksjonell
 • 20 g smjör brætt
 • 2 egg
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 msk sýrður rjómi
 • saltklípa
 • krydd að eigin vali, kúmen t.d. eða Sesam Everything bagel

aðferð:

 • Hrærið öllu innihaldi vel saman í skál, dreifið í form, getur verið eitt form, bolli, eða niðurhólfuð silikon form sem komu mjög vel út.
 • Bakið í örbylgjuofni í um það bil 2 mín.

innihald salat:

 • 100 g skinka
 • 2 msk mæjónes
 • 1 msk sýrður rjómi
 • 3 harðsoðin egg
 • aromat eftir smekk
 • ljós aspas, 3-5 stilkar, má sleppa

aðferð:

 • Skerið allt smátt í salatið, skerið eggin niður og blandið salatinu saman. Þetta salat er geggjað á rúnstykki og hrökkbrauð.
Mæli með þessum formum, Tupperware, fékk mín hjá Bjarney, er á Instagram undir @twbjarney