Bollur úr hinu og þessu

Þegar við fjölskyldan vorum í Danmörku að ferðast í sumar þá notuðum við það sem til var í bústöðunum hverju sinni og var hægt að baka úr. Ég tók með mér sólblómamjölið sem grunn og alltaf fengum við egg svo þetta slapp til. Eins fékkst möndlumjöl í danaveldi svo við gátum skellt í allskonar bollur á morgnana með bulletproof kaffinu enda var maður að gera vel við sig og þetta var geggjað, stundum meira að segja fékk ég mér te með bollunni sem var algjör draumur. Ég tók með sætuefnistöflur sem virkuðu bæði í tebollann og svo fékk ég mér ískaffi á kaffihúsum en bað um að sleppa sýrópinu, ein tafla til tvær og þetta var geggjað gott. Svo gott trikk ef þið viljið fá ykkur ískaffi, bara eiga svona sætuefnitöflur. En hér er slump uppskriftin sem er bara ansi góð sko.

innihald:

 • 3 egg meðalstór gott að byrja á 2 eggjum og bæta svo við ef þarf
 • 40 g möndlumjöl
 • 15 g pofiber
 • 40 g sólblómafræmjöl
 • 10 g HUSK
 • 1 msk kúmen
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 100 g mæjónes
 • 1 dl vatn
 • 1 tsk lyftiduft

aðferð:

 • Einfaldlega blanda öllu saaman, þeyta og móta 6 lófastórar bollur með matskeið á smjörpappír. Ath að deigið mætti standa í nokkrar mín áður en því er mokað á pappírinn og ágætt að byrja á 2 eggjum og bæta við 3 ef deigið er of stíft.
 • Gott er að setja smá rifinn ost yfir bollurnar.
 • Dreifa osti yfir og baka í 200° með blæstri í ca 15 mín.