Bounty bitar

Gott Bounty eða kókosbitar mmm já takk. Ég elska Bounty og hef alltaf gert, ég er líka mjög hrifin af piparmyntu svo ekki var verra að blanda henni í þessa uppskrift sem er mjög svo einföld og bragðgóð.

innihald:

 • 100 g kókosmjöl
 • 80 g möndlumjólk, ósæt
 • 100 g kókosolía brædd
 • 60 g fínmöluð sæta, Sukrin Melis eða setja sætu í blandara
 • 1/2 -1 tsk piparmyntudropar, má sleppa en ég elska
 • sykurlaust súkkulaði til að húða með
 • 1 tsk olía til að þynna súkkulaðið

aðferð:

 • Bræðið kókosolíu við vægan hita, ég nota Thermomix og hita olíuna þar á 50 gráðum og blanda svo öllu saman í vélinni. Þið getið hitað olíuna bæði í potti eða í örbylgju en þó ekki hita of mikið.
 • Blandið síðan hráefnum saman við og mér finnst gott að mauka öllu vel saman í blandaranum.
 • Þrýstið blöndunni nú ofan í form og frystið
 • Hitið súkkulaðið yfir vatnsbaði og þynnið aðeins með olíu.
 • Skerið nú kókosbitana niður í hæfilega stærð og súkkulaðihúðið hvern og einn bita. Kælið eða frystið aftur og geymið síðan í lokuðu boxi í kæli eða frysti þar til sætuþörfin kallar.