Brauð á 90 sekúndum

Þetta brauð er mjög svipað örbylgjubollunni frægu en er ekki með neinum rjóma. Það er ótrúlega fljótlegt að henda í svona þegar maður nennir engu.

innihald:

  • 30 g möndlumjöl
  • 1 tsk kókoshveiti
  • 1 msk kókosolía eða smjör
  • 1 egg
  • salt og kúmen eftir smekk

aðferð:

  • Hrærið öllu saman í örbylgjuhelt form. Gott að nota kassalagað bitabox t.d. Það má líka hræra deigið í skál og hella yfir í smurðan bolla til að fá meiri bollu út úr deiginu.
  • Skellið þessu í örbylgjuofninn á hæsta hita í 90 sek.