Brokkolísalat í Thermomix

Þegar ég var í einum af mörgum “kúrunum” eða hinum Danska svokallaða þá var vinsælt að útbúa sér brokkolísalat og það var alveg ótrúlega ferskt og sniðugt sem hádegismatur eða millimál. Það er mjög ketóvænt ef maður sleppir vínberjum og döðlum en ég hendi oft í svona salat þegar ég nenni ekki að elda.

INNIHALD:

 • 1/2 rauðlaukur
 • 1 haus af brokkolí
 • 3-4 stönglar sellerí, má sleppa
 • 3 msk sýrður rjómi 18%
 • 3 msk mæjónes
 • 1-2 msk sykurlaust sýróp
 • skinka eftir smekk
 • salt og pipar
 • beikonbitar eftir smekk, má sleppa

aðferð með Thermomix:

 • Skerið gróflega niður allt hráefni og setjið í eldunarskálina.
 • Notið sleifina til að aðstoða við að saxa ef þarf 5-10 sek / hraði 6
 • Þetta er dásamlega gott bara eitt og sér og þarf ekki að hafa neitt annað með.