Ceasar kjúklingasalat með brauðteningum

Það er svo gott að komast í brakandi ferskt Ceasar salat en oftast eru notaðar ansjósur í ekta Ceasar sósur og það get ég ekki og jafnframt fylgja oftast brauðteningar með salatinu sem hentar auðvitað ekki á lágkolvetna mataræðinu. Hér er góð útfærsla bæði með geggjaðri dressingu sem og stökkum og fínum brauðteningum án glúteins og mjög lágt allt í kolvetnum.

Innihald salat:

 • 2-3 hausar Roamine salat eða kínakál
 • 3 kjúklingabringur, skornar í bita og steiktar í olíu
 • 8-10 kokteiltómatar skornir í tvennt

dressing:

 • 150 g majónes Hellmanns
 • 1 tsk Maille dijon sinnep
 • 1 tsk Worchester sósa
 • 2 rifin hvítlauksrif eða 1/2 tsk hvítlauksmauk
 • 2 msk sítrónusafii
 • 60 g parmesanostur
 • 1 msk sykurlaust síróp
 • salt og pipar

Brauðteningar:

 • 3 msk möndlumjöl
 • 1 msk HUSK
 • 1 egg
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • salt
 • hvítlauksduft

aðferð:

 • Pískið hráefninu í brauðteningana í örbylgjuvænu boxi. Hitið á hæsta styrk í örbylgjuofni í 1.30 mín. Kælið brauðið og skerið næst í litla teninga. Steikið bitana á pönnu með smá smjörklípu.
 • Blandið næst saman innihaldinu í dressinguna og setjið til hliðar.
 • Blandið salati og steiktum kjúkling saman, hellið dressinu yfir og blandið, því næst tómötum og steiktum brauðteningum. Stráið parmesan yfir og berið fram. Þetta salat dugar fyrir 2-3 fullorðna.