Cheddar skonsur

Það kemur fyrir að manni vanti eitthvað gott brauð með pottréttum súpum og slíku og hér eru afar einfaldar bollur sem koma fyllilega í staðinn fyrir hverskonar brauðmeti. Bæði til að dýfa í súpuna eða moka upp sósunni.

innihald:

  • 110 g möndlumjöl
  • 120 g rifinn cheddar ostur MS
  • 2 egg
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 2 msk brætt smjör
  • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/3 tsk himalayasalt eða gróft salt

aðferð:

  • Hrærið öllu vel saman og mokið deiginu í silikonform.
  • Það er hægt að baka þessar í ofni á 200°hita í 10-15 mín eða nota Airfryer og þá svipaður tími 200° í ca 10 mín, fylgjast bara með að bollurnar brenni ekki.
  • Þessar eru góðar beint úr ofninum eða með smjöri daginn eftir.