Chiagrautur með súkkulagðibragði

Við systur lifðum á þessum chiabúðing fyrir nokkrum árum og ég var búin að steingleyma hvað þetta er gott og létt í maga. Hér er uppskrift af skammti sem dugar í 4 daga eða sem desert jafnvel fyrir 4. Gaman er að skreyta með jarðaberjum og ristuðum kókosflögum og svo toppar það alveg að hella smá laktósafríum rjóma út á.

innihald fyrir 4 skammta:

  • 40 g Sukrin Melis
  • 500 ml möndlumjólk ósætuð
  • 70 g chiafræ
  • 1 msk kakóduft , Nóa siríus
  • 4 mæliskeiðar af Kollageni ef fólk vill

aðferð:

  • Blandið öllu hráefni saman í skál og pískið vel saman í nokkrar mínútur.
  • Látið blönduna standa í ískáp í lokuðu íláti í sólarhring og daginn eftir er hægt að hræra upp í grautnum og deila í skálar.
  • Það er æðislegt að bera fram með ristuðum kókosflögum, rjómaslettu og jarðaberjum. Þetta er léttur og góður réttur bæði sem morgunmatur, hádegis eða þessvegna sem desert.
  • Mér finnst Kollagen koma vel út ef maður vill bæta því við í mataræðið og stráði smá hampfræjum út á morgungrautinn til tilbreytingar.