Collagen kleinuhringir í Thermomix

Já mér finnst það geggjað þegar ég get troðið hollustu í girnilegan mat það er bara þannig. Þessi kleinuhringir eru ekki ósvipaðir vatnsdeigsbollum og eru bakaðir á svipaðan hátt. Collagenið styrkir þá og Xanthan gum gerir þá lungamjúka. Það er nauðsynlegt að nota Husk í þessa uppskrift og um að gera að eiga réttu hráefnin svo ekkert klikki. Mæli líka með því að nota réttar mæliskeiðar svona hefðbundnar bökunar tsk og msk því þetta er nákvæmnisbakstur.

Ingredients

 • 60 g möndlumjöl ljóst, H-berg hentar best eða 30 g af fituskertu möndlumjöli frá Funksjonell

 • 30 g kókoshveiti Funksjonell

 • 20 g Collagen, ég nota Vital Protein collagen eða Feel Iceland

 • 1 tsk Xanthan gum

 • 1 msk HUSK duft/powder fæst í baukum frá NOW

 • 240 ml vatn

 • 60 g smjör

 • 3 msk sæta, ég nota Sweet like sugar frá Good good

 • 1/4 tsk salt

 • 3 meðalstór egg, léttpískuð

 • 1 tsk vanilla

 • 1 tsk lyftiduft

Directions

 • Setjið möndlumjöl, kókoshveiti, Xanthan gum og Collagen í skálina og malið vel saman 10 sek / hraði 9.
 • Geymið mjölið í annarri skál eða notið aukaskálina í næsta hluta.
 • Setjið vatn í skálina ásamt smjöri, salti og sætu og hitið 4 mín / hiti 120°/hraði 1
 • Bætið mjölblöndunni í skálina og hrærið á hraða 2 nógu lengi til allt hefur blandast vel saman. Skafið úr hliðunum á skál með sleif.
 • Þegar allt mjölið er komið saman við og blandan orðin samfelld þá má hún standa í 2-3 mín áður en eggjunum er bætt saman við.
 • Setjið fiðrildaspaðann í skálina ( þeytarann ) og bætið við einu eggi í einu í gegnum gatið á skálinni. Þeytið á hraða 2-3.5 þar til eggin 3 eru komin saman við deigið. Hrærið öllu vel saman og bætið við lyftiduftinu og vanillunni síðast.
 • Leyfið deiginu aðeins að kólna í skálinni en setjið svo í sprautupoka, látið bíða í 15-20 mín og sprautið svo deiginu í þartilgerð kleinuhringjamót eða á smjörpappír.
 • Bakið við 200°hita í 20 mín og notið blástur.
 • Leyfið kleinuhringjunum að kólna áður en þeir eru teknir upp úr forminu. Farið varlega og ágætt að nota mjúka skeið eða spaða við verkið.

Ingredients

 • 100 g fínmöluð sæta

 • 20 g kakó

 • 1 tsk vanilludropar

 • 1 msk mct olía eða brætt smjör

 • vatn eftir þörfum

Directions

 • Fínmalið sætu og sigtið í skál og sigtið svo kakóið saman við
 • Bræðið smjör eða notið mct olíu til að þynna
 • Bætið við vanillu og þynnið með vatni
 • Gott að dýfa kleinuhringnum á hvolf ofan í glassúrinn og látið þorna á smjöpappír

Ingredients

 • 100 g fínmöluð sæta

 • 1 msk rjómi

 • 1/2 tsk vanilludropar

 • vatn eftir þörfum

Directions

 • Fínmalið sætuna og sigtið í skál
 • Bætið rjóma við og vanillu og pískið með skeið
 • Þynnið eftir þörfum þar til glassúrinn er vel fljótandi en þó nokkuð þykkur.
 • Dýfið kleinuhringnum á hvolf og setjið svo á smjörpappír.