Dalgona kaffi

Jæja ég þarf að taka þátt í Dalgona kaffiæðinu sem er að gera allt vitlaust en þetta er drykkur ættaður frá Kóreu sem minnir helst á cappucino en borinn fram ýmist heitur eða ískaldur með klökum og þannig finnst mér hann bestur. Ég geri hann að sjálfsögðu ketó með því að nota sætuefni og sykurlausa möndlumjólk og ég hreinlega er kolfallin. Þetta er sáraeinfalt og allir geta hent í svona þegar þeim lystir.

innihald:

  • 2 msk instant kaffi ( skyndikaffiduft )

  • 2 msk Sukrin Gold eða Sweet like sugar sæta

  • 2 msk sjóðandi vatn

  • möndlumjólk, ég kaupi ósæta

aðferð:

  • Hitið vatn.
  • Setjið sætu og kaffi í skál, hellið vatninu með og pískið með handpísk eða þeytara þar til blandan freyðir og verður ljós.
  • Hellið möndlumjólk í 2 glös með klökum eða eitt stórt glas ef þú drekkur drykkin ein/einn.
  • Deilið nú kaffifroðunni úr skálinni á milli glasa og hrærið með teskeið svo kaffið sígi niður í mjólkina. Tilbúið.