Draumaegg ? Já takk

Hver elska Freyju Draumaeggin, eða Nóa lakkrísegg ? Ég þekki nokkra og veit að það er pínu erfitt að sjá eftir þessum hefðum þegar búið er að ákveða að standa sig og halda sig frá sykrinum. Hér er komin fullkominn staðgengill að mínu mati. Fylla þau með sykurlausum karmellum ? Já því ekki. hnetum, eða einhverju heimagerðu. Eða bara njóta þeirra eins og þau koma úr forminu. Ekkert mál. Páskarnir verða pís of keik.

Innihald:

  • 2 stk Good good lakkrísbarir
  • 4 stk hreint súkkulaði SUKRIN

aðferð:

  • Saxið niður Good good lakkrísbarinn með öflugri matvinnsluvél eða saxið niður smátt með beittum hníf.
  • Bræðið Sukrin súkkulaðið yfir vatnsbaði, í örbylgjuofni eða notið Thermomix 5 mín / 45° / hraði 2
  • Blandið lakkrískurlinu saman við og hrærið.
  • Hellið í páskaeggjaform og penslið súkkulaðinu upp á hliðarnar. Ég fékk mín silikonmót hjá Tupperware í heildversluninn Frostís.
  • Kælið eða frystið og losið síðan úr mótinu.
  • Ef þið viljið loka eggjunum þá er hægt að hita disk í örbylgjuofni leggja helmingina ofan á með sárið niður þar til bráðnar örlítið og leggja svo 2 helminga saman. Muna að setja málshátt inn í og pínu sykurlaust nammi eins og Werthers karamellur.