Fyrir þá sem eru stopp í þyngdartapi, vilja byrja á lkl/ketó mataræði eða
hreinlega koma sér á rétt ról eftir að leyfa sér meira af kolvetnum þá er
eggjafasta ágæt leið til þess. Hér eru leiðbeiningar ef þið viljið prófa.
- Mælt er með eggjaföstu í 3-5 daga
- Borðið eina msk ( 15 g) af fitu á móti hverju eggi, t.d kókos- avocado – ólífu og MCT olíu eða smjör, mæjónes.
- Skipulagðu eggjaföstuna miðað við þína rútínu en gott er þó að borða heilt egg um 1 klst eftir að þú vaknar.
- Ekki verða of svangur/svöng, fáðu þér þá egg
- Ekki borða ef þú ert ekki svangur/svöng, bíddu þá aðeins og borðaðu seinna
- Ostur er VAL og EKKI talinn með sem fita, hámark af osti er 125 g á dag.
- Borðaðu minnst 6 egg á dag til að fá nægilegt prótein og það má alveg 10-12 egg á dag.
- Ekki borða 3 klst fyrir svefn
- Notaðu sætuefni í hófi
- Kaffi og te eru í lagi
- Krydd og hot sauce eru í lagi í hófi
- Drekka minnst 2 lítra af vatni á dag.
Það er ekkert annað í boði þessa daga, ekki möndlumjólk, rjómi né aðrar mjólkurvörur.
Margir ná bestum árangri með því að borða 8-10 egg ásamt jöfnum matskeiðum af fitu.
Egg og fita þurfa að vera jöfn í lok dags en það má borða t.d. eitt soðið egg án fitu en nota fituna í kaffi örlítið seinna ef fólk vill. Gott er að skrá niður daginn og fylgjast með. Hér eru nokkrar hugmyndir