Eggjafrittata í Thermo

Það er svo mikið af góðum uppskriftum á Cookidoo síðunni sem er hugsuð fyrir Thermomix eigendur og hér er ein sem ég útbjó mér í um daginn. Hún er einstaklega auðveld og ég breytti bara smá um ostategund og lauk en það má alveg leika sér með innihaldið eins og maður vill. Ég mæli með að prófa þessa og þið sem eigið Thermomix getið notað stillingarnar sem fylgja Low carb breakfast frittata.

innihald:

 • 6 egg

 • 1/2 dl rjómi

 • 2 vorlaukar gróflega skornir eða hálfur gulur laukur

 • 6-8 lengjur beikon, ég vil hafa mikið af beikoni

 • 80 g cheddar en ég notaði Havartí krydd ost

 • 1/2 tsk salt

 • dash svartur pipar

 • 1-2 msk ólífuolía

 • 1/2 tsk steinselja þurrkuð

 • 80 g spínat, ég átti ekki ferskt svo ég notaði frosið en má nota bæði

aðferð í Thermomix:

 • Hitið ofninn í 180°
 • Setjið ostinn í skálina og saxið 5 sek / hraði 5 setjið til hliðar í aðra skál.
 • Setjið egg, rjóma, lauk, steinselju, salt og pipar í skálina og blandið 10 sek/ hraði 3 . Bætið við 60 af rifnum osti og hrærið með sleifinni.
 • Hitið olíu í eldföstu móti eða pönnu sem má fara í ofn. Eldið beikonið í ofninum eða á pönnu og hafið tilbúið þiðið spínat eða ferskt.
 • Bætið spínatinu á pönnuna eða mótið í ofninum og hitið í rúma mínútu.
 • Næst er eggjablöndunni hellt yfir og að lokum restinni af ostinum og allt bakað í 15 mín ca á 180°eða þar til egginn eru elduð.
 • Berið fram heitt eða kalt, með grískri dressingu t.d. Sigga hlö sósunni eða pítusósu.