Einfaldar bollur

Þessar bollur eru hrærðar og ótrúlega einfaldar. Mjög góðar með súpu, salati, áleggi og já bara hverju sem er þessvegna bara smjöri. Ég hrærði þær bara í skál, og bakaði í silikonformi sem ég nota annars fyrir muffins. Það má breyta frætegundunum.

innihald:

 • 200 g sýrður rjómi
 • 4 egg
 • 30 g kókoshveiti
 • 30 g möndlumjöl
 • 10 g fínmalað HUSK powder
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 2 msk chiafræ
 • 2 msk hörfræ
 • 2 msk graskersfræ

aðferð:

 • Hrærið vel eggin og sýrða rjómann saman.
 • Blandið svo þurrefnum vel saman með gaffli, hellið þeim saman við eggjablönduna og hrærið áfram.
 • Látið deigið standa í 5-10 mín ( mikilvægt ).
 • Setjið deigið í muffinsform, ég notað smurt silikonform og stráði nokkrum graskersfræjum ofan á.
 • Bakið í 20 mín á 180° með blæstri.
 • Það komu 12 agalega passlegar bollur úr þessari uppskrift.