Eplakaka, samt ekki

Þessi kaka er orðin uppáhald hjá manninum mínum en hún er ótrúlega handhæg þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara eða þegar þú hefur bara ekki mikla nennu í flókna matseld. Þetta er svona ekta kaffikaka sem má bera fram með rjóma eða án og hún slær alltaf í gegn. Kökumixin frá Funksjonell eru alltaf snilld og hægt að gera ótrúlega margar útfærslur úr þessu mixi. Ég notaði svo marsipanið frá Sukrin líka í þessa köku og það er í raun nauðsynlegt til að fá þessa blautu bita sem minna á eplin sem eru ekki til staðar enda epli ekki lágkolvetna.

innihald:

 • 1 pakki kökumix frá Funksjonell, appeslínugulur kassi
 • 4 egg
 • 1 dl vatn
 • 1 dl sýrður rjómi
 • 1 dl olía
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1-2 msk kanell
 • 1 marsipanrúlla
 • lúka af pekanhnetum

aðferð:

 • Blandið kökudeigið í hrærivél, bætið öllu við nema kanil og marsipan.
 • Hellið deiginu í form, bæti kanil út í og hrærið nokkra hringi þar til kanill hefur blandast við deigið.
 • Brytjið marsipanrúlluna niður og dreifið yfir deigið með reglulegu millibili.
 • Dreifið síðan pekanhnetum yfir ( má sleppa ef þið borðið ekki hnetur )
 • Bakið skv pakkningu í 40 mín á 170°hita ca eða þar til kakan virðist fullbökuð í miðju.
 • Berið fram heita með rjóma eða kalda, það skiptir litlu, alltaf jafn góð.