Fitubombur eða pipp ??

Já sko bragðið af þessum svíkur engan og þær eru sko fáránlega einfaldar og góðar þessar fitubombur sem seðja bæði sykurpúkann og fituskort ef slíkur er fyrir hendi. Það er geggjað að eiga þessar í ískáp eða frysti og grípa í ef fituskammti dags hefur t.d. ekki verið náð sem er þá yfirleitt seinnipart dags og því er þetta tilvalið sem desert eftir matinn með góðum kaffibolla og bíómynd. Mæli með að nota bragð og lyktarlausa kókosolíu frá Himneskri hollustu, það er alveg himneskt.

Ingredients

  • 100 g kókosolía Himnesk hollusta, bragð og lyktarlaus

  • 10 g kakó, ca 1 msk

  • 20 g Sweet like sugar fínmalað, eða Sukrin Melis ca 2 msk

  • 1/2 tsk piparmyntudropar eða bragðefni að eigin vali ég notaði bragðefni frá Allt í köku en má líka nota dropa frá Kötlu

Directions

  • Hitið kókosolíuna í örbylgjuofni þar til hún er fljótandi eða notið pott en passið að olían sé ekki of heit þegar kakóinu er bætt saman við.
  • Pískið út í kakói og sætu ásamt bragðefni og hrærið þar til uppleyst , slétt og fellt.
  • Hellið blöndunni í silikonform eða klakamót og frystið, það er nóg að bíða í 15 mín ca þá er molinn klár.
  • Þessi uppskrift dreifðist í 24 hólfa mót frá Tupperware og mjög auðvelt að ná þeim úr. Geymið svo í lokuðu boxi í ísskáp eða frysti.
  • Molinn reiknast miðað við 24 stk um 0.08 g netcarb, og 4 g fita
Hér er smá sýnikennsla af fitubombunum góðu.