Það er svo gott að fá sér smörrebröd á gamla mátann og þetta brauð er bæði tilvalið undir smjör og ost en eins fínni smurbrauð með roastbeef, eggjasalati og þessháttar. Uppskriftin er í nýjasta heilsublaði Nettó en birtist hér fyrst. Mæli með að prófa þetta próteinríka brauð sem er lágt í kolvetnum og að sjálfsögðu glúteinlaust.
Innihald:
280 g möndlumjöl
35 g hörfræ , gott að mala í blandara
60 g sólblómafræ
30 g hampfræ
60 g graskersfræ
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
3 stór egg
500 g kotasæla
Aðferð:
- Malið hörfræin og blandið síðan saman öllum þurrefnum til hliðar í skál.
Setjið næst kotasælu og egg í blandarann og maukið þar til slétt og felt, blandið við þurrefnin og setjið deigið í form, gott að klæða það að innan með bökunarpappí
Bakið í 60 mín á 180° og ágætt að setja álpappír yfir brauðið í lok bökunartímans svona 10 síðustu mín. - Látið kólna alveg og skerið svo niður. Ég smyr smurbrauð t.d.með íslensku smjöri, nota hangikjöt eða skinku á brauðið eða jafnvel roastbeef og skreyti með salati, spírum, kryddplöntum og soðnum eggjum. Herramannsmatur stútfullur af næringu og góðri fitu og hentar jafn vel í veisluna og í hádeginu.