Frækex í Thermomix

Gott hrökkkex er snilld sem millimál eða notað sem máltíð, t.d. undir túnfisksalatið okkar. Hér er uppskrift sem hefur verið að ganga um á netinu en ég breytti henni aðeins í hlutföllum enda hentar fullkomnlega að nota fræblönduna frá Himneskri hollustu í þessa uppskrift. Það verður úr ein bökunarplata af kexi sem dugar vel inn í vikuna. Það má bragðbæta kexið með því sem hentar, kúmeni, kryddi, kryddostum, parmesan og hverju sem er. Bleika saltið er ekki nauðynlegt en það er mjög gott.

innihald:

 • 1 x 250 g poki af blönduðum fræjum, Himnesk hollusta
 • 100 g ostur, má vera blanda af mosarella og parmesan líka
 • 1msk husk
 • 1/2 tsk bleikt salt eða gróft sjávarsalt
 • 1 egg
 • 1/2 dl vatn

aðferð í thermomix:

 • Setjið ostinn í eldunarskálina og saxið 5 sek / hraði 5
 • Bætið síðan öllu hráefninu sem upp á vantar í skálina og hrærið með öfugum snúning, 1 mín / hraði 1/ öfugur snúningur
 • Smyrjið þunnu lagi á bökunarplötu með smjörpappír og leggið aðra örk yfir til að þjappa vel niður fræjunum og fletja út deigið.
 • Bakið á 170° með blæstri í 20 mín. Takið kexið út og skerið í ferninga. Hér má strá aukaosti yfir ef þið viljið.
 • Látið kexið aftur í ofninn í 10 mín og slökkvið svo á ofninum meðan það kólnar.