Frönsk súkkulaðikaka

Það þekkja einhverjir litlu syndina sætu sem er svona rennandi mjúk súkkulaðibomba oftast bökuð í litlum formum. Hér er komin ein álíka en meira svona frönsk terta bökuð í formi. Þetta er mjög einföld kaka og sniðugt að gera ef gesti ber að garði með stuttum fyrirvara.

innihald:

 • 160 g dökkt sykurlaust súkkulaði, mæli með Cavalier
 • 100 g ósaltað smjör
 • 120 g sæta, Sweet like sugar eða Sukrin gold t.d.
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk neskaffi duft, má sleppa en gerir mikið
 • 1 tsk vanilludropar
 • 3 egg
 • 40 g kakó
 • 10 g kókoshveiti, bara örlítið eða tæp ein tsk

aðferð:

 • Hitið súkkulaðið og smjörið í potti eða örbylgjuofni á vægum hita. Ég notaði Thermomix og hitaði 4 mín / hiti 65°/hraði 1.
 • Blandið næst sætu, eggjum og vanillu saman við ásamt salti og kaffi.
 • Hrærið vel saman en ekki þeyta alveg í drasl.
 • Endið á að setja kakóið og kókoshveitið út í og hrærið létt.
 • Hellið deiginu í silikonform eða smurt álform hringlaga og bakið í 180°heitum ofni með blæstri í um það bil 15 mín. Kakan má vera mjúk í miðju en ekki alveg rennandi. Bakið lengur ef hún er alveg hrá.

Krem:

 • 150 g sykurlaust súkkulaði
 • 100 g rjómi
 • 1 msk fínmöluð sæta, t.d. Sukrin Melis
 • 1 msk smjör

aðferð:

 • Setjið súkkulaði í skál ásamt sætu.
 • Hitið rjóma og smjör í potti að suðu.
 • Hellið heitri blöndunni yfir súkkulaðið og látið standa í nokkrar mín. Hrærið svo kreminu kröftuglega saman þar til komið er gljáandi fallegur hjúpur sem fer yfir kælda kökuna.
 • Skreytið með berjum að vild. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.