Geitaostasalat

Já það gerðist eitthvað mjög svo skrítið þegar ég byrjaði að fylgja lágkolvetnamataræðinu, bæði fékk ég áhuga á túnfisk og svo elska ég allt í einu geitaost. Það sem er mest pirrandi á veitingastöðum þó er sykurdressingin sem oft er stútfull af hunangi eða sýrópi og þá finnst mér erfitt að panta slíkan rétt. Það er þó alltaf betra en margt annað en hér aðlaga ég salatið mitt alveg að mínu þörfum og þetta er tjúllað gott. Ég notaði brómber í þetta sinn til að fá ferskleikann en oft eru notaðar perur í geitaostasalat. Nokkur rifsber fylgdu með bara svona upp á útlitið. Brómberin og rifsberin voru á tilboði í Nettó en Nettó er alveg sérlega góð verslun og með geggjað vöruúrval fyrir Ketóann eins og mig. Ég elska grænmetisdeildina þeirra, heilsuhornið og svo eru alltaf tilboð á kjöti í hverri viku. Geitaostinn fékk ég þar en hann er extra mildur og góður.

Ingredients

 • 1 box geitaostur

 • 1 bréf hráskinka Parma

 • 1 poki blandað salat, spínat og ruccola er líka gott

 • 1 dl pekanhnetur

 • 10 brómber skorin til helminga

 • rifsber til skrauts

 • 1 skammtur af dressingu sjá uppskrift.

 • 2 msk örþunnar sneiðar af rauðlauk ca, en má sleppa

Directions

 • Rífið salatið niður og dreifið á stóran disk
 • Rífið niður parmaskinkuna og dreifið í litlar grúppur
 • Setjið svo doppur af geitaosti eða myljið ost yfir ef hann er stífur
 • Skerið niður brómberin og dreifið hér og þar
 • Ristið pekanhneturnar í stutta stund á heitri pönnu, skerið niður og dreifið yfir salatið
 • Hellið að lokum dressingunni yfir og njótið í botn.
 • Það má að sjálfsögðu bæta við fleiri grænmetistegundum en þetta er fljótlegt og gott og hentar mér mjög vel. Kokteiltómatar eru mjög góðir líka.

Ingredients

 • 1/2 dl Olifa Bio olía

 • 20 g balsamikedik

 • 20 g lime eða sítrónusafi

 • 30 g dökkt fibersýróp

 • salt og pipar

Directions

 • Setjið allt í krukku og hristið vel. Hellið svo yfir salatið og borðið strax.