Graskersmús

Þessi kom sko á óvart enda vel krydduð og mæli með henni þegar veislu ber að höndum og kalkúni eða veislukjúklingur á borðum. Þetta minnir mig á sætkartöflumús svona ekta þakkargjörðar en mjög létt í maga og fljótlegt.

innihald:

 • 1 grasker Butternut, svona Barbapabba
 • 1 msk avocado olía
 • salt og pipar
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/2 tsk chiliduft
 • 1/2 tsk hvítlauksduft
 • 1/2 tsk laukduft
 • 1/2 tsk múskat
 • 2 msk smjör

aðferð:

 • Hitið ofninn í 200 ° með blæstri
 • Skerið graskerið í 4 parta og takið fræin úr því.
 • Nuddið graskerið upp úr olíu og leggið á smjörpappírsklædda ofnplötu
 • Kryddið með salti og pipar
 • Hitið í ca 50 mín eða þar til graskerið er orðið mjúkt.
 • Skafið nú úr graskerinu og setjið í matvinnsluvél, ég nota Thermomix.
  Kryddið með kryddblöndunni og bætið smjöri saman við.
  Blandið öllu saman. Í Thermomix 30 sek / hraði 5
 • Berið strax fram, rjúkandi heitt og gott.