Grillbrauð – sveitta samlokan

Ég fæ oft fyrirspurn um þessa sem er í einum af uppskriftapökkunum og ætla að henda henni inn hér líka. Þetta er ekta til að grípa í ef maður er í einhverju sveittu kasti og vill fá sér kósýmat og hafa það notalegt, gleyma að maður sé hættur í brauði og bara njóta.

INNIHALD:

 • 25 g möndlumjöl eða 15 g möndlumjöl og 10 g sólblómamjöl

 • 1 msk brætt smjör

 • 1/4 tsk hvítlauksduft

 • 1/4 tsk salt

 • 1 egg

 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft

aðferð:

 • Bræðið smjörið í bitaboxi eða skál, gott að nota ferningslagað box til að fá samloku lookið. Gott að nota örbylgjuofn.
 • Hrærið næst egginu og þurrefnum við smjörið og pískið saman með gaffli. Hitið í örbylgjuofninum í 1 1/2 mín en tvær mín ef blandan er mjög blaut eða eggið stórt.
 • Látið brauðið kólna og kljúfið svo í tvennt svo úr komi tvær sneiðar.
  Setjið feitan ost á milli og skinku og steikið samlokuna upp úr smjörklípu á heitri pönnu. Kryddið með salti og pipar eða Panini kryddi frá Pottagöldrum.