Gulrótataka úr Funksjonell mix með twist

Já ég hef gert ófáar útfærslurnar með kökumixinu frá Funksjonell og þessi kom æðislega vel út líka eins og allar hinar. Hér nota ég 1 gulrót eða 100g svo það eru um 7 g af kolv af gulrótinni í kökunni sem bætist við. Ég nota líka sýrðan rjóma sem gerir kökuna extra mjúka og kókosolíu og vatn. Þessi kom ægilega vel út og kremið hef ég gert áður og birti hér líka. Mæli með að prófa þessa.

Innihald:

 • 1 pakki Funksjonell kökumix, appelsínugula

 • 4 egg

 • 1 dl kókosolía fljótandi, eða Olifa steikingarolía

 • 1 dl sýrður rjómi

 • 1 dl vatn

 • 1 msk kanill

 • 1 tsk vanilludropar

 • 1 gulrót niðurrifin eða um 100 g

aðferð:

 • Blandið saman eggjum og sýrðum rjóma, olíu og vanilludropum. Þeytið þar til létt og ljóst.
 • Hellið mixinu saman við og vatni og gulrótunum.
 • Hellið í form og bakið í um 35 mín eða þar til pinninn kemur hreinn upp úr kökunni.

Krem:

 • 200 g rjómaostur

 • 1/2 dl rjómi

 • 3 msk Sukrin Melis eða önnur fínmöluð sæta

 • 1 tsk vanilludropar

 • rifinn börkur af einni sítrónu

 • 1 msk sítrónusafi

aðferð:

 • Þeytið vel saman sætu og rjómaostinn.
 • Bætið við vanillu, sítrónu og berkinum. Þeytið þar til létt og mjúkt.
 • Að lokum fer rjóminn saman við og þá má þeyta vel eða þar til kremið þykknar og rjóminn þeytist saman við.
 • Skreytið kökuna með kreminu, rifnum gulrótum og smá möndluflögum.