Hamborgarabrauð

Þessi eru góð með hamborgurum en líka hægt að útbúa aflanga báta eða brauð undir pulsur og samlokur. Mæli með þessum allan daginn.

innihald:

 • 100 g möndlumjöl, ljóst
 • 1 msk hörfræmjöl
 • 2 msk husk duft fínmalað
 • 1/2 tsk salt
 • 10 dropar stevía eða 2 msk sæta
 • 2 stór egg
 • 170 g sýrður rjómi, 18% eða grísk jógúrt
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft

aðferð:

 • Blandið þurrefnum saman og síðan eggjum, stevíu og jógúrt eða sýrðum rjóma. Best að nota hrærivél eða Thermomix.
 • Hrærið vel saman og látið deigið standa í skálinni í nokkrar mínútur
 • Mótið hamborgarabrauð úr deiginu eða 4 lengjur og leggið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
 • Athugið að deigið á að vera nokkuð klístrað og því gott að nota plasthanska á meðan það er mótað í hæfilega stærð eða bleyta hendur með olíu eða vatni.
 • Hér mætti strá sesamfræjum yfir brauðin
 • Bakið í 25 mínútur í 160° heitum ofni með blástur.