Hampfræ nammi í Thermomix

Þetta nammi er bæði hollt og gott fyrir þá sem þurfa að bæta vð smá fitu í mataræðið. Hampurinn er ótrúlega hollur og góður og er snilld fyrir fólk með exem t.d. Nammið er fljótlegt að gera og geymist vel í kæli eða frysti.

Innihald:

 • 120 g sæta, Good good
 • 40 g kakó
 • 150 g hampfræ
 • 100 g kókosflögur
 • 120 g hnetusmjör Monki t.d.
 • 2 tsk vanilludropar
 • 30 g smjör
 • 150 g kókosolía

aðferð með thermomix:

 • Setjið kakó og sætu í skálina 10 sek/ hraði 8
 • Bætið við hampfræjum og kókosflögum 5 sek / hraði 5
 • Bætið næst við hnetusmjöri, vanillu smjöri og kókosolíu og stillið á 4 mín/ hiti 80°/hraði 2 á öfugum snúning.
 • Hellið blöndunni í form eða búið til litlar hrúgur á smjörpappír og kælið.