Heilagt kakó

Já það hafa eflaust þó nokkrir tekið eftir óstjórnlegri kakó-kaffidrykkju minni upp á síðkastið en kakóið er orðinn fastur liður í daglegri rútínu hjá mér. Ég elska að drekka kakóið þegar því er blandað við kaffi, smjör og fleira gúmmelaði en það má að sjálfsögðu neyta þess eins og maður vill.

Hér er texti frá henni Kamillu Ingibergsdóttur, kakógúrú sem kynnti okkur systur fyrir herlegheitunum og við höfum ekki enn snúið aftur.

Dalileo kakóið frá Gvatemala er svokallað “ceremonial grade cacao” og sannkölluð ofurfæða. Hreint kakó inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem “the bliss chemical”, er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir til dæmis eftir líkamsrækt, hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma.
Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim 1000 efnum sem kakóið inniheldur. Kakó ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu sérótónín og lækkar streituhormónið kortisól.

Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið, meðal annars við Yale og Oxford, staðfesta virkni kakóbaunarinnar og stöðu hennar sem heilsusamleg og heilsueflandi fæða.

Í menningu Maya fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Það má rekja kakódrykkju 3800 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.

Dalileo kakóið sem boðið er til sölu hér kemur beint frá bónda, án milliliða, og er ræktað í Polochic dalnum í norðurhluta Guatemala. Kakóplantan vex í skugganum í regnskógum Guatemala og notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar

Maríu-Kakó með kaffi:

  • 1 kúfuð msk kakó
  • 1 msk Collagen frá Feel Iceland
  • 1 stór bolli kaffi
  • 1 msk saltlaust smjör (þetta í grænu bréfunum)
  • 1 msk MCT olía
  • 3-4 dropar stevía, ég nota French Vanilla frá NOW

Leiðbeiningar:

  • Hellið upp á kaffibolla, blandið öllu hráefninu í matvinnsluglas, t.d. Nutribullet. Leyfið kaffinu að kólna aðeins áður en þið blandið drykkinn.
  • Hellið kaffinu yfir og blandið öllu á fullum hraða.
  • Ef drykkurinn er of kaldur þá má bæta við soðnu vatni.
  • Njótið og eigið heilagan dag.