“Heit” burrito

Það er alltaf stemming að gera tortillur og vefja upp burrito með ljúffengri fyllingu. Það var akkurat það sem við gerðum í kvöld og allir sáttir. Ég notaði rifinn mexícó ost og sýrðan rjóma til að smyrja á kökurnar og setti svo fahitas kjúkling inn í. Þetta var mjög bragðgott og æðislegt að setja burrito aðeins í ofninn með gratín osti. Ég bar þetta fram með tómatsalsa ,kóríander, lime og avocado og namm við elskuðum þetta.

innihald vefjur 4 stk:

 • 4 egg
 • 125 g rjómaostur
 • 30 g HUSK powder
 • 10 g kókoshveiti
 • 1/2 tsk salt
 • 1 msk Cajun krydd eða annað mexícokrydd

aðferð:

 • Blandið öllu innihaldinu saman með þeytara.
 • Setjið 4 doppur af deigi á smjörpappír.
 • Setjið annan pappír yfir og fletjið út.
 • Bakið í 15-20 mín á 160° á blæstri með pappírnum ennþá ofan á.

Fylling:

 • 1 bakki Fahitas kjúklingur frá Holta, það er líka hægt að steikja kjúklingabringur upp úr Cajun kryddi frá Kryddhúsinu og rífa niður.
 • 1 paprika
 • 1/2 mexícó ostur rifinn
 • 1 dós 36% sýrður rjómi eða 18% Habanero sýrður rjómi
 • salt og pipar
 • kóríander
 • lime
 • avocado
 • rifinn ostur

aðferð:

 • Blandið rifnum mexíco osti við hálfa dós af sýrðum rjóma.
 • Dreifið ostasósunni á kökurnar.
 • Raðið kjúklingabitum á kökurnar og niðurskorinni papriku.
 • Vefjið upp tortillunum og smyrjið yfir sýrðum rjóma og rifnum osti.
 • Bakið í ofni í um það bil 15 mín á 220° hita og gott að stilla á grill síðustu mínúturnar.
 • Berið fram með niðurskornum tómötum, avocado, kóríander, limesafa, salti og pipar og olífuolíu.